<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 04, 2003
ohhhhhh ég er farin að hlakka svooooo til að koma heim um jólin ; ) Síðustu jól var ég hérna í Salzburg ásamt nokkrum öðrum Erasmus stúdentum og sjálfboðaliðum og var að deyja mig langaði svo heim... Þetta átti reyndar að vera rosa kósý prósess en eins og það endaði þá vorum við 6 saman að borða jólamatinn (sem reyndar samanstóð af pasta, brauði og salati....), allir með heimþrá og hundleiðinleg jól... he he Svo ég lofaði múttu og herra Sveini að ég skyldi nú leggja það á mig að koma heim þessi jólin..... :)
Reyndar var ég að komast að því síðastliðinn mánudag að ég þyrfti eiginlega að taka próf þann 19. des en náttúrulega með mína heppni er ég búin að bóka og borga flug heim þann 18. des svo það þýðir nú lítið að spá í því.... : ( Var reyndar búin að ákveða mig að fresta fluginu fram til 20. des, kíkti galvösk á netið en lyppaðist nú fljótt niður aftur eftir að ég komst að því að ég þyrfti að borga u.þ.b. 14.000 ISK mismun á miðunum (Ryan-Air og Express).... bæði breytingargjald og svo eru sætin orðin miklu dýrari heldur en þegar ég keypti mína miða.... well, þýðir nú lítið að gráta yfir því... það reddast alltaf allt saman einhvern veginn á endanum, ekki satt?? ; ) En kem alla vega heim þann 18.des og fer svo út aftur þann 7.jan svo ég fæ næstum 3 vikna jólafrí heima.... þarf virkilega á því að halda...!!! Hvað ætlið þið að gera um áramótin? Verður kannski hver í sínu horni hjá fjölskyldunni.....? Var nefnilega alveg harðákveðin í því að koma í bæinn og hitta ykkur ef einhverjar yrðu í bænum en eins og er (well, eins og venjulega skulum við segja) þá er ég ekki beint með úttroðna vasa af grænum seðlum svo að ég verð að sjá til hvernig fer.... ;) Er að deyja mig langar svo til að hitta ykkur..... : / Ætla að reyna að spara (hættuleg setning) eins og ég get til áramóta..... he he Annars er það nú alltaf sama gamla stúdentaráðið að safna fyrir miðanum og kaupa svo landa fyrir afganginn.... he he En jæja gullin mín, verð að koma mér heim.... þarf að skila af mér verkefni fyrir morgundaginn sem ég er rétt svo hálfnuð með.... vona að þið týnið ykkur ekki í jólastressinu, og verið þið hinar nú duglegar að hjálpa Hildi og Gumma... þeim veitir víst ekki af hjálpinni..... ; )
Þúsund kossar og knús
Jólakveðja,
Guðrún ; )