<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 12, 2003
Nú ætla ég að vera fljót að pikka og láta ekki neitt klikka..........
Vika og einn dagur í suðurferð, rosalega líður tíminn hratt. Það er svo mikið að gera hjá mér í jólainnkaupum að ég hef bara ekki mátt vera að því að blogga. Núna sé ég um jólainnkaupin fyrir hana ömmu mína líka. Þannig að ég þarf að kaupa fyrir börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Svo náttúrulega kaupi ég fyrir mín systkyni, þeirra börn og foreldra mína samtals endalaust margir pakkar. Svo er ég svo góð að ég kaupi alla pakkana á Húsavík, versla í heimabyggð og geri mitt besta í því að láta bæinn ekki leggjast í eyði.
Ég var næstum því búin að eyðileggja kyndinguna í íbúðinni hennar ömmu í vikunni. Systir mömmu var í heimsókn og gat bara ekki sætt sig við að litla frænka hennar væri hálf að skipa henni að reykja úti og reykti þ.a.l. inni og varð ég mmmjjjööööög pirruð. Þegar hún fór opnaði ég hvern einasta glugga í húsinu og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var íbúðin orðin reyklaus en ísköld, ég hafði gleymt að lækka í ofnunum þannig að þeir fóru alveg yfirum. Hitastigið í íbúðinni fór mestalagi upp í 18 gráður í nokkra daga og ég vaknaði með sultardropa á nebbanum á hverjum morgni. Endaði með því að ég kallaði í pípara sem lamdi í einhver rör og núna er hitinn orðinn eins og hann er vanalega hjá henni ömmu minni eða um 26 gráður.
bæjó
Helga