<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 05, 2003
Nú er föstudagur trallallallallalaaaaaa!!!

Ég er svo glöð að það sé föstudagur í dag og vinnuvikan að verða búin í bili. Það var æði í gær.
Við Ásdís, Una og Arndís fórum á Vegamót að borða (sæta þjóninn örugglega farinn að gruna e-h af því við förum svo oft). Svo lá leið okkar í Kringluna þar sem við slæptumst með ís þar til bíóið byrjaði kl 21. Þar sáum við stórmyndina Love Actually sem er sú allra besta fram að þessu. Við hlógum okkur máttlausar og héldum svo heim með nýja trú á ástina í brjóstum okkar... kannski full væmið, en án gríns var þetta frábær mynd.
Stefnan er tekin á djammið eftir aðalfundinn á Ara í Ögri í kvöld.
Sjáumst hressar
Knús Matta

Smá jólasaga:

Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. "Hvað kom fyrir þig?" spurði móðir hans.
"Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur!" svaraði drengurinn.
"Elskan mín" sagði móðir hans full samúðar, "af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?"
Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: "Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halan á henni!"