<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 14, 2003
Já ég er á næturvakt og það er ekkert að gera þannig að ég hef víst ekkert betra að gera en að blaðra á blogginu. Til hamingju með afmælið Guðrún, vona að þú munir eiga góðann afmælisdag knúsmús.
Er búin að vera að ferðast um hinar ýmsu bloggsíður og er búin að komast að því að það þekkja allir alla á þessu skeri. Ég er búin að finna bloggsíður ólíkelgasta fólks sem ég þekki með að fara á bloggsíður hjá einhverjum sem ég þekki ekki neitt, vegir netsins eru sem sagt rannsakanlegir. Vegir karlmanna eru líka rannsakanlegir. Það er orðið nokkuð ljóst að maður getur ekki ætlast til þess að kunningjar manns séu ekki með einhverjum sem maður hefur verið með á þessu landi, skerið er einfaldlega of lítið og hver og einn einstaklingur er margnota.....
Bara fjórar vaktir eftir og svo er ég farinn í 5 mánaða jólafrí......pælið í því.
Er búin að vera roslega dugleg í dag. Búin að taka til á efri hæðinni hjá henni ömmu og búin að tæma út úr nokkrum skápum í eldhúsinu. Það kennir ýmissa grasa í þessum skápum hjá henni ömmu gömlu, t.d. óopnað royal hlaup síðan nítjánhundruðsextíu og e-ð, ekkert smá flott og ég tími alls ekki að henda því bara flott skraut í eldhúsið. Svo fann ég líka bók fyrir húsmæður sem langamma Jakobína átti, mjög merkileg bók.
Ætla að bjóða stelpunum í mat á morgun. Var að hugsa hvað ég ætti að bjóða þeim í: Chillikjúlla, engiferkjúlla, BBQ kjúlla eða Terryaki kjúlla...... kjúlli verður það a.m.k. Ég trúi því varla að ég sé að fara að hætta, mér finnst það satt best að segja mjög leiðinlegt. Ef ég fæ ekki vinnu á Lansanum þá gæti ég bara alveg hugsað mér að koma hingað aftur, kannski maður hafi það bara í bakhöndina.
Ohhhhh klukkan bara orðin 4 og það eru enn endalaust margir klukkutímar eftir af þessari vakt. Ég hef ekkert meira að segja í bili, enn ekki búin að kaupa mér flug, er að bíða eftir veðurspánni fyrir næstu helgi, kannski maður geti keyrt á súbarukagganum þó svo að að ég nenni því innilega ekki.
off i go
Helga