<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 08, 2003
Heilar og sælar skvísur!!

Komnar í jólaskapið????
Var einmitt að tala um hvað væri langt síðan ég hef farið í bíó.... Ætli þetta verði ekk bara næsta mynd sem maður sér..(Love Actually) nema það verði bara Lord of the rings þar sem ég sé ekki alveg fram á að komast á næstunni.
Við hjónakornin vorum í málningarvinnu alla helgina, bæði skemmtilegt og alveg hreint óþolandi að vera með manni sem hefur unnið svona lengi í málningarvinnu því það þarf auðvitað allt að vera FULLKOMIÐ! Ég held svei mér þá að við höfum næstum pússað ALVEG niður flesta veggina, úff!! það var nefninlega HÖRMULEGA illa málað þarna áður og alir veggir MJÖG ójafnir. Þetta er nú samt að smella hjá okkur núna. Verðum bara að vera búin að mála fyrir næstu helgi því þá kemur pabbi og parketleggur ;o) JIBBÍ!! Mikið rosalega hlakka ég til að geta svo boðið ykkur heim eftir jólin í nýju íbúðina OKKAR!
Já og sorrý Hildur mín að við komumst ekkert að aðstoða ykkur en við erum víst að stússast í þessu á sama tíma. Vona bara að ykkur gangi vel og að þið séuð ekki alveg að kafna úr stressi...
Ef þið eigið leið hjá Kjarhhólma 10 eftir vinnu þá endilega droppið inn og heilsið uppá okkur. Kaffikannan er meira að segja komin í samband ;o)
Heyrumst
Heiða