<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 01, 2003
Hæ pæjur!!
Er þessa dagana að reyna að halda andliti og þreki, það er mikið álag á okkur skötuhjúunum. Gummi er komin með skegg og bauga og ég er að reyna að fá ekki taugaáfall he. Ég er ansi hrædd um að við áætluðum aðeins of mikið fyrir þessa önnina. Ég sé ekki fram á að klára mælingarnar mínar fyrir jól sem er slæmt því verkfræðingurinn sem hefur verið mín stoð og stytta er að flytja út um áramótin. Við komum til með að flytja í hálfkláraða íbúð og næstu 2 vikurnar í skólanum eru killer, lokaverkfefni eftir lokaverkefni....kvíði mest fyrir hópverkefnunum, er ekki sú stabílasta þessa dagana. Síðastliðið fimmtudagskvöld húðskammaði ég litla brósa eftir að við komum heim um miðnætti eftir langan dag í skóla, rannsókn og upp í íbúð en þá hafði hann verið 2 daginn í röð heima að horfa á vídeo og datt ekki í hug að spyrja hvernig gengi (hann átti að borga húsaleiguna með því að hjálpa okkur að flytja aber doc). Við náðum að mála íbúðina um helgina og Gummi ætlar að vinna hörðum höndum í dag að setja klósettið í stand þannig að við getum alla veganna notað það þegar við flytjum næsta miðvikudag. Eldhúsinnréttingin klikkaði, kemur ekki fyrr en 11. des......styrkjum skyndibitastaði þar til he. Ætla að vera heima í dag og reyna að klára eitt lokaverkefni eða svo og bóka fólk í næstu mælingar. Það á að banna manni að blogga þegar maður er ekki upp á sig besta :O) Well bið að heilsa í bili
Luv Hildur