<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 04, 2003
Armæða

Ég sit hér í kennslustofunni minni og horfi á öll verkefnin sem ég á eftir að fara yfir. Ég lít öðru hverju út um gluggann, dæsi, renni stólnum svo að tölvunni og hangi þar, þangað til garnagaulið er farið að yfirgnæfa klukkutikkið, sný mér þá með fýlusvip að verkefnunum, slöttólfast að fara yfir þau, til þess eins að geta farið heim og horft á Leiðarljós...er líf mitt virkilega þess virði að lifa því? ;)
Konan mín kemur í bæinn í dag. Vei, vei. Það ætti að vera næg ástæða til þess að ég hætti að pikka þetta og komi mér að verki.
Ég hef ekki hugmynd um það, hvað ég ætla að gera um áramótin, ég er heldur betur til í gott og stórt partý hér á höfuðborgarsvæðinu en annars er ég opin fyrir öllu.
Gangi þér vel í prófunum Guðrún mín.

Bless
Matta