<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 27, 2003
Trallallalalalala
Er búin að lesa mig til um TOEFL prófið á netinu. Mér sýnist það vera nokkuð viðráðanlegt, a.m.k. að lesa um það og svara spurningunum svona á netinu, hugsanlega er það mun erfiðara í raun. Held að ég þurfi nú samt að finna ensku málfræðibækurnar mínar áður en ég skelli mér í svona TOEFL próf. Ég er búin að vera að skoða háskóla í US í sbv. framhaldsnám í hjúkrun, því miður eru mjög fáir háskólar í Evrópu með mastersnám í hjúkrunarfræði eða réttara sagt mjög fáir háskólar yfirleitt sem kenna hjúkrunarfræði í Evrópu, en það er nú að skána. Þannig að ef ég ætla mér í mastersnám í hjúkrunarfræði þá fer ég til US en ef ég ætla í mastersnám í einhverju öðru þá er það Evrópa. Það er hægt að fara tvenns konar leiðir í hjúkrunarmaster, annars vegar að verða klínískur sérfræðingur t.d. í gjörgæslu, barna, geð og guð má vita hvað hjúkrun og svo meiri rannsóknarmaster. Verð nú að segja að klíníski sérfræðingurinn heillar mig nú meira en að vinna við eigindlega og megindlegar rannskóknir allt mitt líf. Ég er svolítið spennt fyrir Háskólanum í San Fransico. En nóg um master og hjúkrunarfræði.

Aldrei þessu vant las ég íþróttasíðurnar í Morgunblaðinu í dag sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema að ég las viðtal við einhvern strák sem er búin að spila með varamannaliði Arsenal (sem er náttúrulega besta liðið) í 3 ár. Mér varð hugsað til íslenskuhorns dagsins þegar ég las þetta viðtal því að í nánast sömu setningunni komu orðin "altént" og "tvíbent" fram(vona að ég skrifi nú orðin rétt, íslenskuséníinn ég). Ætli blaðamaðurinn hafi fiffað textann til eða er drengurinn svona vel máli farinn????? Ég nota allavegana afskaplega sjaldan/aldrei þessi orð.

Ég er á leiðinni í klippingu og strípur á föstudaginn og ætla svo inn á Akureyri í jólahúsið og fara á búðaráp með stelpunum. Ég hlakka ekkert smá til, við gerum svo kannski e-ð skemmtilegt um kvöldið, hver veit :) Þessi dagur verður svona "ekkert sparað dagur" maður getur alveg fengið ógeð af endalausum sparnaði.

Húsavíkurbær er kominn í jólabúninginn. Jólaljósin komin og svo á að kveikja á jólatrénu á laugardaginn. Ég hlakka til jólanna.

Ég sé á skrifum ykkar að �sdís er sjálfri sér lík. Hún minntist nú ekkert á kortamótaeyðileggingar eða fötluð kerti þegar ég talaði við hana í dag. �fram �sdís.
Yfir og út
Helga