<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 28, 2003
Sælar !!

Takk fyrir síðast þær sem komu og glöddu Kertasníki mikið á þriðjudagskvöldið. Þetta hafðist nú þrátt fyrir svolítinn brussugang af og til en það var nú bara til að setja smá lit á kvöldstundina. Ég vona bara að allir hafi notið kvöldsins eitthvað í líkingu við og ég gerði ;o) Æði gaman að fá ykkur eins og alltaf.

Frábært að heyra frá Guðrúnu! Takk fyrir kveðjuna. Það er sko langt síðan við höfum heyrst og sést, vá! vonast til að heyra meira af þér og hvað þú ert að brasa þessa dagana.

Hitti Júlíu og Sabínu á kaffihúsi í gær. Planið var að hitta eina sameiginlega vinkonu síðan á leikskólanum Árborg en hún sveik okkur á síðustu stundu en við hittumst nú samt og áttum frábæra kvöldstund ;o)

Erum að fara á Laugó. Laufabrauðsgerð í kvöld, Dagný afmæli og svo æðislegi jóladagurinn á morgun. Ég er svo í jólahlaðborði á Iðnó með vinunni annaðkvöld þannig að ef einhver ykkar er í borginni... endilega heyrumst.
Leikhús á sunnudaginn með ljóskunum frá Laugarvatni, ætlum að sjá 100% hitt.

Verð víst að rjúka...
Heiða

ps. heyrst hefur að það standi yfir flutningar í Kjarrhólma 10 þessa stundina.... (þar sem við erum að kaupa... bíðum spennt.