<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 27, 2003
Sælar
Ég er að jafna mig eftir svekkelsi næturinnar. Þetta hefur aldrei gerst áður þegar ég hef bloggað. Þetta sem var SVO skemmtilegt blogg hjá mér, snökt.... Maður má alls ekki við því að e-ð svona gerist þegar maður er að blogga um miðja nótt. Þolinmæðis og Florence þráðurinn hjá mér var alveg rooooosalega stuttur í nótt og ég get bara sagt ykkur það að ég gæti ALDREI unnið á geðdeild með mörgum ofsakvíða og þunglyndissjúklingum......
Í mjög stuttu máli var ég að röfla e-ð um TOEFL próf og mastersnámí US, er spennt fyrir háskóla í San Fransico og læra e-ð klínískt. Svo kom ég með smá íslenskuhorn úr mogganum þar sem orðin "altént" og "tvíbent" komu fyrir í nánast sömu setningunni í viðtali hjá 21 árs fótboltastrák, ég gruna fréttamanninn um að hafa fiffað textann til. Þetta var megin efni textans.
Er á leiðinni með stelpunum inn á Akureyri á morgun, ætlum í jólahúsið og fara á búðarölt. Hver veit nema að maður fái sér einn eða tvo öllara um kvöldið. Já og ekki má gleyma að ég er líka á leiðinni í klippingu á morgun :). Þessa stundina lít ég út eins og illa snyrtur hundur um hárið. Sítt hár er by the way mjög böggandi, hlakka til að fara í klippingu til Fjólu eftir Asíuferðina, þ.e.a.s. ef ég tími að láta klippa það eftir að hafa haft fyrir því að láta það vaxa, jarijarijarijari.
Ég vona að skóladömunum gangi vel í skólanum og hinum vel í vinnunni. Þrjár vikur eftir í vinnunni hjá mér og svo er ég í komin í jólafrí. Ég hlakka til jólanna......"ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo tiiiil..."

bæjó í bili þó
Helga