<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 04, 2003
Hvernig er það með ofurkennsluskutluna okkar sem hefur hingað til verið með þeim duglegri, ef ekki duglegust, að blogga? Matta mín, sakna þess að fá ekki skemmtilegar sögur úr kennslustofunni frá þér... en talandi um nemendur, þá man ég það. Ein stelpan sem var í ferð hjá mér, hún kom með svo ægilega skemmtilegt komment. Sá þrjár hvítar heybaggarúllur úti á víðavangi og ég heyrði hana spyrja vinkonu sína hvort þetta væru risasnjóboltar eða grjót!!!! NB, þetta var síðasta daginn í ferðinni og þetta voru sko ekki fyrstu rúllurnar sem við vorum að sjá auk þess sem ég var búin að útskýra hvað þetta væri. Hehe. Og ef einhver hugsar núna svínsungi þá er þetta alls ekki sambærilegt!!!
Hvernig er svo með saumó, á ekki einn slíkur að vera núna í byrjun nóv?

Ásdís