<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 07, 2003
Að hugsa einhverjum þegjandi þörfina….
það geri ég núna. Og er með pínu hnút í maganum. Elskulegur yfirmaður minn kom yfir á mig gönguleiðsögn um Hveragerði á morgun. Það er svo sem allt í lagi EN hann lét þess ógetið að hópurinn sem ég á að ganga með er u.þ.b. 100 manns. Og svo afhenti hann mér þetta forláta gjallarhorn sem ég má brúka að vild….andvarp, ég sem er rétt að venjast mækinum í rútunni. Og þeir sem þekkja mig vita að ég nýt þess ekkert sérstaklega að vera miðpunktur athyglinnar ólíkt manninum sem fékk þetta verkefni upphaflega en stakk svo af til Vestmannaeyja. Ég komst líka að því að hópurinn samanstendur af Vinstri grænum sem sitja landsfund sinn á Hótel Örk um helgina og búið er að setja þetta inn í dagskrána sem óvissugönguferð að hætti Hvergerðinga. Þeir grænu hafa svo óskað eftir móttöku frá bæjarstjórninni og vilja endilega einhverjar óvæntar og skemmtilegar uppákomur í gönguferðinni. Kannski ég klæði mig upp sem tómat og syngi klámvísur í gjallarhornið. Gaman að því. Eða ekki :-/
fís