<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 05, 2003
Halló skralló!

Seint blogga sumir en blogga þó. Ég er búin að vera í vetrarfríi eins og ég skrifaði síðast og á mánudaginn var ég um allar tryssur hér í Grafarvogi á námskeiðum í 3 skólum. � gær var svo fyrsti kennsludagurinn eftir frí en hann hefði alveg getað verið erfiðari. Það er annars bara allt ágætt að frétta af mér. Ég er náttúrulega alltaf þreytt enda fer ég aldrei að sofa. Ég hugsaði um að fara að sofa klukkan níu í fyrrakvöld og fylltist stolti af sjálfri mér um leið. Ég hrósaði mér hátt og í hljóði og fann hvað ég hlakkaði til að vakna fersk daginn eftir. Mér fannst ég svo skynsöm að fara að sofa svona snemma því að ég vissi að allt stefndi í erfiðan dag í vinnunni daginn eftir. Svo slóraði ég smá, hringdi nokkur símtöl, horfði á nokkra þætti, las nokkur dagblöð og viti menn...fyrr en varði var klukkan orðin hálf tvö og ég var svo stressuð að ég yrði þreytt daginn eftir að ég gat ekki sofnað fyrr en rétt áður en ég vaknaði. Úfff ég er ekki alveg í lagi.
Helgin var fín. Ég fór vestur til Ragnhildar og fjölsk. á fimmtudagskvöld og passaði börnin tvö allan föstudaginn. Það gekk bara vel, en Jökull litli er með í eyrunum svo að ég hefði alveg getað lent í vandræðum. Þetta gekk nú samt allt upp en ó mæ gad hvað lítil skríðandi krúttleg börn geta tappað af manni orku. Ég hélt á honum allan daginn því ef ég sleppti honum var hann búinn að skríða að fiskabúrinu, eða rafmagnssnúrunum eða símanum eða... Hildur og Heiða, ég hlakka til eftir hálft ár!!!
Svo fór ég með Björk í menninguna því stelpnakvöld var í vændum. Við stoppuðum í Borgarnesi, borðuðum og keyptum dót. Svo fórum við heim til mín og svo í sund í �rbæjarlaugina. Það er svo gaman að fara með svona sveitasnúllu í laugarnar því að allt er ævintýri. Hún þarf ekki annað en að sjá kork til að skríkja, svo ég tali nú ekki um rennibrautirnar, nuddpottana og fossana sem eru í �rbæjarlauginni. Eftir það fórum við á videóleiguna þar sem við tókum tvær Línu Langsokk spólur og keyptum nammi. Svo fórum við niður á lögreglustöð að kíkja á Arndísi löggufrænku sem leyfði Björk að blikka bláu ljósunum á löggubílnum!!! (ég varð soldið abbó, hef sko bara fengið á mig blikk, ekki fengið að blikka sjálf).
Þegar við komum heim, í kringum miðnætti (Björk er 5 ára, hafði málað sig mikið eftir sundið (með gömlu snyrtidóti frá Arndísi og Hlédísi) og ég var með hana á löggustöðinni! fólk hefur nú setið inni fyrir minna) þá áttum við eftir að horfa á 2 Línuspólur. Við háttuðum okkur og bjuggum um okkur inni í stofu, gáfum skít í alla tannburstun, átum nammi og svo sofnaði Matta frænka. � kringum kl 2 heyrði ég hvíslað lágum rómi : "Matta, ég held að ég sé hætt að horfa" Litla dúllan mín var úrvinda af þreytu en var svo spennt yfir Línu að hún hélt sér vakandi í klukkutíma eftir að ég sofnaði.
Daginn eftir kláruðum við að horfa á videó og fórum svo niður að tjörn og gáfum öndunum brauð. Svo fórum við heim þar sem mamma og Katla voru komnar, tilbúnar að fara með Björk í Reykjakot svo Matta frænka gæti farið á fyllerí !
Sem hún gerði
Það var dúndur fjör í afmæli Arndísar og Sæunnar á Pravda, Kjáninn stakk mig af í röðinni á Hverfisbarnum, ég tapaði bindindisþurrkuntuímyndinni sem ég held að ég hafi haft í Hveró og svo endaði ég kvöldið undir morgun, skökk með græna körfu í 10-11 að versla mér hráefni í kjúklingasalat. Þegar ég kom heim, steikti ég furuhnetur, kjúkling og allt, en sofnaði svo svefni hinna velskökku í stofusófanum með óétið salatið mér við hlið. Það er náttúrulega ekki allt í lagi með mig.
� sunnudeginum notaði ég svo hið óbrigðula ráð Soffíu að fara í sund til að losna við þynnkuna. Ég bara varð því ég var að fara í leikhús með ömmu, mömmu og litlu stelpunum tveim. Þetta virkaði og ég komst klakklaust í gegnum Línu Langsokk, en eftir það var öll orka búin og ég er ennþá þreytt.
Þema helgarinn var sem sagt Lína Langsokkur og það er bara fínt.
Knús
Matta