<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 05, 2003
Hæ pæs!

Var að koma úr sónar í gær og mæðraskoðun í dag, þetta er nú alveg hreint lygilegt öll þessi tækni... Hægt að skoða allt saman svo vel, ekkert smá gaman. Allt í gúddí allt saman ;o) þetta leit allt eðlilega út, voða gott að heyra. Hjartslátturinn var 155 þannig að Halla skýtur á stelpu... ég er svo viss um strákinn.... Annars er ég með kynið í umslagi við hliðina á mér... Engin smá sjálfsagi að kíkja ekki. Leó (mútta mín úti) er nefninlega alveg vitlaus af forvitni og við ætlum að senda henni umslagið EF hún LOFAR að þegja og getur þagað. Myndirnar eru fínar, reyni kannski að senda þær á ykkur. Áætlaður fæðingardagur fluttist til um 2 daga, ég færist nær Hildi.. sett 21 mars. OG HVER Á AFMÆLI þÁ!!!!!!!!!!!!!!!! Matta kannski færðu auka-afmælisgjöf! ég vona það. (var áður 23 mars) Erum að klára að mála Reynihvamminn og byrjuð að pakka í kassa, allt í rúst en gott að vera að komast í sitt eigið, bráðum.
Ég fékk þennan brandara sendan í dag og datt í hug mig á Ítalíu með einn af fyrstu kúnnunum.... ég hefði betur sagt þetta við hann...

Ungur maður var í nuddi hjá alveg hreint ótrúlega flottri sænskri gellu á
handklæðinu einu saman. Þegar hún byrjar að vinna sig upp lærin, verður
hann svo æstur að handklæðið byrjar að lyftast. Hún lítur brosandi á hann
og segir síðan á bjagaðri íslensku: "Þú vilja rúnk?"

"Að sjálfsögðu," segir hann æstur."Ok," segir hún. "Ég koma aftur eftir 10 mínútur..."


Heyrumst skvísur.
Heiða breiða

Ps verð í sumó um helgina með ljsóskunum nema Höllu sem þurfti að hætta við en Hárliði kemur í hennar stað. Knús