<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 20, 2003
Ég var kölluð: " helvítis kerlingartussa" í vinnunni í vikunni. Ég var alveg miður mín, veit ekki hvort það hafi verið út af því að eitthver skuli hafa vogað sér að segja e-ð svona ljótt við mig eða að ég hafi verið kölluð "kerling" 25 ára gömul. Hugsa að mér hafi þótt "stelpufjandi" eða "stelpuanskoti" betra. Þrátt fyrir mikið sjokk lét ég sem ekkert væri og varð bara öfga nice fyrir vikið. Það virkar nefnilega vel þegar kúnnar eru óþolinmóðir og dónalegir að vera óþolandi almenningur á móti. Vona samt að engin muni kalla mig "kerlingartussu" aftur.

Ég bý greinilega heima hjá gamalli konu. Mesta áhyggjuefni ömmu minnar er að ég muni fljúga á hausinn í hálkunni utandyra. Hún er samt sem betur fer ekki búin að bjóðast til að lána mér mannbroddana sína. Hálka er aðaláhyggjuefni gamals fólks. Sambúðin gengur bara vel og er amma ósköp fegin að ég nenni að elda alltaf hreint. Það er líka bara gaman að elda fyrir hana, henni finnst allur grænn og rauður matur sem ég ber fram bara góður og er bara ánægð með að ég skuli nú gleyma mér svolítið í kryddunum, bragðskynið hjá gömlu fólki er svo brenglað hvort sem er.

Ég fór á kvennakvöld með samhjúkkum mínum síðasta laugardagskvöld. Það var mikið stuð og mikið gaman. Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsáhugamanneskja var veislustjóri og Linda P kom og las upp úr bókinni sinni. Stórglæsileg kona hún Linda það verður ekki af henni tekið. Ég sá meir að segja 2 sæta stráka.....aha.... það eru sem sagt sætir strákar á Húsavík. Við sáum nú enga sæta í sumar en það getur hafa stafað af því að við vorum aldrei í bænum þegar við áttum fríhelgar. En ekki hafa áhyggjur, ég nældi mér ekki í neinn og ílengist því ekki á Húsavík (þó svo að ég gæti nú alveg hugsað mér að búa hérna, get ég ekki bara dobblað ykkur til að flytja líka norður??).
Það styttist í suðurferð. Mér finnst eiginlega orðið sorglega stutt þangað til ég fer suður, hafði ekki geta trúað því fyrir 7 vikum síðan að ég gæti bara alveg hugsað mér að vera hérna lengur.

Sá Héðinn okkar í fréttunum í kvöld, hann stendur sig með stakri prýði. Hver vill fá Óla Sig aftur eftir að Héðinn er búin að vera.

Jæja ég verð víst að fara að gera e-ð
Kveðja
Helga