<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 04, 2003
Ég tók ákvörðun í dag þess efnis að kaupa ný dekk á Súbaru kaggann minn. Fór með hann á dekkjaverkstæði og fjárfesti í glænýjum dekkjum, lét smyrja hann og bæta á alla vökva sem hægt var að bæta á og skipti á Olíunni og alles... þetta allt saman kostaði 28541 kr. Dauðsé eftir þessum pening en ég held að ákveðnir aðilar (engin nöfn) geti nú andað ögn léttar. Ég finn reyndar engan mun á bílnum þó svo að hann sé kominn á nagla, nagladekk, skalladekk og blóðugur 30000 kr. snökkt.....
Styttist óðum í jólin, sem þýðir bara eitt, það styttist óðum í Asíureisuna okkar Ásdísar......ó guð. Ég er orðin ekkert smá spennt mmmmmm 20 vikur í sól með kokteila í kókoshnetum og fullt af núðlum og mat í hnetu kókoslíki namminamm.

Kveðja úr jólalandi
Miss sumardekk.is