<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 18, 2003
Fór til tannlæknis í gær og komst að því að ég er eiginlega hræddari við hljóðið í bornum heldur en borinn sjálfan....hátíðni ssssshhhhhiiiiii....ég er annars nokkuð góð í að herma eftir bor, hræddi þannig líftóruna úr Möttu einu sinni minnir mig. En hvað um það, ég var ekki með skemmd heldur tannháls...sko svarið sem ég fékk frá tannsa þegar ég spurði hvað amaði að....þoli ekki svona svör sem segja mér ekki neitt og ekki getur maður spurt meira með fullan munn af bómul og tækjum! Þar sem þetta var ekki skemmd þá þurfti bara að bora pínu svo ég fékk enga deyfingu. Panik panik, æ þetta verður vont, spenntist öll upp, fékk hjartslátt og bjóst við hinu versta. Ssssssssiiiiiiinnnn....en undur og stórmerki, þetta var ekkert svo ægilega slæmt! Ætla að leggja það til að framvegis útvegi tannlæknar sjúklingum sínum heyrnatól með skemmtilegri háværri tónlist svo þeir þurfi ekki að hlusta á suðið í bornum, það myndi spara mörgum aumingjanum þó nokkrar vítiskvalir...;)
Tanndís