<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 14, 2003
Á dögum sem þessum get ég ekki hugsað mér að búa lengra út á landi en í Árbænum. Að skreppa á Muse tónleika héðan frá Húsavík er eins og fyrir Reykvíking að skreppa til London. Djöfulsins samgönguleysi á þessu landi, niður með ríkisstjórnina.... Ég er samt ekkert að svekkja mig yfir þessu......allavegana ekkert mikið.....bara smá.... ég er hvort sem er (svo ég segi ykkur það nú einu sinni enn) á leiðinni til Asíu eftir akkúrat 2 mánuði núna. Þá getur maður alveg sleppt einum Muse tónleikum. Svo þori ég líka að veðja að þeim Muse-örum finnist svo frábært að spila hérna að þeir verði með aðra tónleika næsta sumar, rétt eins og Coldplay, haldið þið það ekki líka?
Ég er á leiðinni á kvennakvöld hérna á Húsavík á laugardagskvöldið. Ég hlakka ekkert smá til enda er langt síðan maður hefur farið e-ð út á lífið (á okkar mælikvarða allavegana). Fer með Ágústu og Eddu ásamt nokkrum vinkonum Ágústu þannig að það verður ábyggilega mjög gaman. Ég lét Oddnýju systur senda mér skó svo ég gæti nú tjúttað almennilega. Ég er ekki orðin nógu fær í að ganga á 9 cm háu támjóu hælastígvélunum mínum, hvað var ég annars að spá að kaupa mér háhæluð stígvél ég sem geng sjaldnast í öðru en tábreiðum lágbotna skóm? Ég er alveg gasaleg pæja sitjandi í þeim og kannski standandi líka í smá stund en ég er eins og fötluð gæs þegar ég reyni að ganga í þeim lengra en því sem svarar tveimur skrefum, já það er sárt að vera pæja, ég þarf að æfa mig.
Jæja það styttist í að vaktin klárist, best að koma sér að verki
bæjó
Helga