<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 25, 2003
Annríki!

Það hefur verið mikið annríki hjá mér að undanförnu. Ég var í tvöfaldri vinnu í síðustu viku, verð að vinna annað eins í þessari og næstu og krakkarnir eru öll með jólaveikina sem lýsir sér í spenningi og ærslum í tengslum við allt sem er snjór, jólaundirbúningur, jólalög osfrv. Ég er mjög fegin að ég hvíldist í sumar því að ég sef yfirleitt ekki meira en 5-6 klst. á nóttu þessa síðustu og verstu daga.
Tölvurnar hafa verið uppfærðar hér í skólanum þannig að ég hef verið aðgangslaus hér og heima hjá mér geri ég ekkert annað en að sofa og fara í kalda sturtu til að vakna... skemmtilegt líf!
Um helgina var ættarlaufabrauð eins og vanalega á þessum tíma og það var alveg frábært. Allar systur mömmu komu og fjölskyldur þeirra. Við kjöftuðum, lásum, spiluðum og borðuðum eins og þið getið rétt ímyndað ykkur. Við Hlédís vorum samt nærri því að láta undan freistingunni og skella okkur í djamm á laugardagskvöldið en slepptum því sem betur fer. Á sunnudaginn fórum við Arndís og Hlédís að borða á Vegamótum og mæltum okkur mót þá allra heitustu í dag, Héðinn og Gulla. Það var frábært kvöld þar sem við hlógum mikið og skemmtum okkur. Hlédís kom svo með mér heim og við horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum fram á rauða nótt.
Í gær gekk betur en vanalega í vinnunni, ekki var kvartað mikið undan villingunum mínum og flest allt gekk upp, þegar samstarfskona mín tilkynnti mér að hún hefði klesst á bílinn minn :(... ég er ekki sú heppnasta í bransanum.
Jæja, það er víst samstarfsfundur og ég ætti að fara að koma mér að verki. Knús
Matta