<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 14, 2003
Aaaaa, er á leið í langt helgarfrí, jibbí! Komin með miða á Muse tónleika, jibbí! Ömmufundur á laugardagskvöld, jibbí!
Hápunktur vikunnar held ég að hafi tvímælalaust verið indverskt matreiðlsunámskeið á miðvikudaginn var. Átti þar gæðakvöldstund með Héðni, Möttu, Titti, Dagnýju og fleira góðu fólki þar sem við elduðum gómsæta grænmetisrétti undir handleiðslu Shabbönu og borðuðum svo öll á okkur gat. Ég var alveg í essinu mínu þarna í eldhúsinu þrátt fyrir smá ávítur, en mér varð það á að opna pott með grjónum áður en suðutíminn var á enda....ófyrirgefanlegt....held þó að það hafi ekki komið niður á gæðum réttarins. Shabbana reyndi ekki aðeins að kenna okkur að elda indverskt heldur líka að syngja indverskt. Hún syngur eins og engill, en það heyrðist mest lítið í okkur hinum. Eiginlega bara ekki neitt ef ég á að vera hreinskilin. En það er víst mjög gott að raula í eldhúsinu, þá myndast ákveðinn hrynjandi sem hefur jákvæð áhrif á matseldina....skiljið þið hvað ég á við?! Alla vegana, þetta var mjög skemmtilegt og mjög notalegt. Takk Héðinn fyrir að koma þessu í kring!!! :)

bíb
Ásdís