<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 02, 2003
Úti að aka

Já, ég er komin heim eftir bílferðir gærdagsins. Þegar ég var búin að vinna fór ég til pabba og fékk bílinn hans til að fara vestur að ná í Ragnhildi og fjölsk. Bíllinn hennar er eitthvað að gefa sig. Pabbi er hreinræktaður snyrtipinni þegar kemur að bílum og var nýbúinn að láta djúphreinsa bílinn sinn. Fyrir þá sem þekkja mig eitthvað þá ættuð þið að vita að hvorki ég, né minn kæri kaggi vitum, hvað djúphreinsun er, hvað þá að okkur detti í hug að komast að því (við vitum varla hvað ruslatunna er!). Allavega ákvað ég að panta pizzur og taka með mér handa stóðinu á Álftavatni í gærkvöldi og eftir 2. tíma keyrslu komst ég að því að djúphreinsunarlykt og pizzustækja fara ekki mjög vel saman. En þá brá ég á það ráð sem aldrei klikkar (ekki einusinni þegar aukahljóðskröltin í bílnum manns eru farin að æra mann) að hækka í útvarpinu! Ég söng með og dillaði mér og fannst ég bara hafa verið hálftíma á leiðinni (sem ég næstum var, því að þessu ráði fylgir sá galli að maður stígur á bensíngjöfina í takt við tónlistina, lögreglunni í Stykkishólmi til mikillar armæðu). Eftir þriggja tíma stopp í sveitinni, lögðum við í´ann til baka og vorum komin í Hveró um kl. 22, hásar af söng því Jökull vaknaði í Borgarnesi og við þurftum að syngja hann í svefn alla leið heim.
Þegar ég lagði svo af stað í morgun frá Hveragerði í vinnuna, hefði ég alveg verið til í að eiga sóp og skikkju og fljúga yfir heiðina, því það ótrúlega hefur gerst...Matthea fékk nóg af keyrslu.
Ég fer að vinna í athvarfinu eftir vinnu hér og svo í óvissuferð með vinnunni hér, eftir vinnu á morgun (hvað eru mörg V í því?) Ef einhverjar hugmyndir berast um hitting á laugardaginn þá er ég opin fyrir því (gæti reyndar verið að ég færi á Línu Langsokk)
Ble ble
Ak-thea