<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 21, 2003
Takk sömuleiðis!

Já, eins og hefur komið fram hérna á blogginu, þá var alveg einstakt fjör í Víkinni á laugardaginn. Þetta sló flest allt út verð ég að segja. Ég tók allavega með mér bjór í rúmið undir morgun og það gerist varla hjá mér nú til dags. Það var einhvernveginn allt gaman, bingóið, gítarspilið, maturinn, drykkjuleikirnir...kannski helst að partýspilið færi ofan garð og neðan vegna ölvunar, en eftir hálftíma spil, var ég ekki enn viss hver væri með mér í liði, hvað þá hvaða spilakall ég væri með eða hverjir væru með í spilinu yfirhöfuð. Veit þó að Gummi og Eyjó voru saman í liði og það kunni aldrei góðri lukku að stýra hérna í denn, þeir miklu svindlarar. Það vantaði bara þig Helga mín til að rústa þessu með mér. Þeir sem vilja myndir úr ferðinni (mest grettumyndir reyndar) geta haft samband við mig og ég get reynt að fixa það mál...Una, þú ættir reyndar að kenna mér að setja myndir inn á síðUna.
...Ég varð ekkert þunn og gat því auðveldlega farið með uppáhaldið mitt (Kötlu) út á róló daginn eftir og sungið með henni hástöfum.
Í gærmorgun var ég með hálsbólgu og hita og það sem verra var, það var sprungið á kagganum mínum í fyrsta sinn síðan ég keypti hann :( Mamma gerði sitt besta til að hjálpa mér og við vorum eins og tvær úr tungunum þarna, liggjandi undir bílnum, varla vitandi hvað snéri upp og hvað niður. Í ljós kom þó að skiptilykillinn minn passaði ekki og ekki varadekkið heldur!!! Best að hafa vaðið fyrir neðan sig... þessu hefur verið reddað nú.
Annars hefur þetta bara verið ágætur dagur þrátt fyrir allt og allt. Ég er nokkuð spræk og bið að heilsa í bili.
Ég mæti í Reynihvamminn um næstu helgi, ekki spurning, enda bara að komast á skrið í djamminu eftir síðustu helgi :)
Knús
Matta