<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 09, 2003
Sælar mínar kærustu!!

Oj hvað það er búið að vera ömó hjá mér síðustu daga. Ég brunaði á Laugarvatn síðustu helgi og ætlaði SKO að hafa það notalegt en ég held nú síður, veiktist strax á laugardeginum og var veik alveg þar til í dag, er samt eiginlega ennþá slöpp. Mér skilst það séu víst 2 pestir í gangi þessi blessaða kvefpest sem ég fékk og svo þessi upp og niðurgangur sem Matta hefur eflaust fengið vott af. Ég sé til hvort ég kíkki eitthvað í boltapartý til Möttu (er ekki mikill aðdáandi) en Halla Rós og dætur verða hjá okkur alla helgina og við fáum að æfa okkur aðeins í foreldrastarfinu á meðan Halla er á Jóga námskeiði. Við ætluðum svo að vera með afmælispartý helgina 17-19 fyrir Titti því hann verður 25 ára (20okt), ALGERT unglamb!! en það er, sýnist mér, ekkert smá mikið um að vera þessa helgi... allavega grillið í Vík og þá verður fólk þar kannski alla helgina.. eða hvað?? Skellum við okkur ekki bara allar þangað???
Við höldum eflaust þá bara partý helgina þar á eftir eða 24-26 okt, hvernig líst ykkur á það?????
Það er þá ákveðið með saumó hjá mér á mánudaginn í næstu viku, þann 13 okt. Hlakka mikið til að fá ykkur og sjá ykkur ;o)

kossar og faðmlög
Heiða