<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 03, 2003
Sælar esskurnar mínar!!

Komin heim eftir alveg hreint stórkostlega viku í töfraborginni Prag! Þið bara VERÐIÐ að fara þangað. Þetta er ólýsanlega heillandi borg, rómantísk, endalaust mikið að skoða, góður matur, vinalegt fólk og allt bara alveg meiriháttar ;o) Skemmtilegast í HEIMI ;o) ég var reyndar soldið dýr í rekstri í þetta sinn þar sem bjórinn kostar meira en helmingi minna en vatnið á kaffihúsum og veitingastöðum... og ég varð víst að halda mig við vatnið .... Fengum líka frábært veður allan tímann svo þetta bara gat ekki verið betra.
Í dag er maður svo bara komin til vinnu aftur og allt hefur sinn vanagang nema hvað að við erum að fara að skrifa undir íbúðarkaupin í dag kl 3, hlakka ekkert smá mikið til ;o) Nú fer þetta allt að koma.... Ætlum svo að skella okkur heim í sveitina um helgina þar sem Sigurveig Mjöll er ein heima því mamma og pabbi eru á Ítalíu. Ef þið eigið leið á Laugarvatn þá endilega komið í kaffi.

Heyrumst skvísur
Heiða