<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 15, 2003
Súkkulaði
er syndsamlega gott. Skrýtið samt að ég var ekkert sérstaklega hrifin af því hér á árum áður. Gat t.d. aldrei klárað jólasúkkulaðidagatalið mitt (pabba til mikilla ánægju) og átti nær undantekningarlaust hálfétið páskaegg í margar margar vikur eftir páska. Þegar ég mætti til vinnu í morgun beið mín súkkulaðifjall á skrifborðinu sem Davíð bossinn minn hafði verið svo sætur að skilja eftir handa mér, en er núna er fjallið orðið að aumri þúfu og ég komin með illt í magann og farin að hugsa Davíð þegjandi þörfina. Vanþakklæti eru heimsins laun.

Átdís