<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 08, 2003
Jæja enn einn prinsinn genginn út. Bara einn prins eftir, svíaprins, en hann verður ekki kongur þannig að það er ekkert varið í hann. Hvernig læt ég, Villi prins og bróðir hans eru enn á lausu.....hmmmm. Villi er náttúrulega skotinn í Möttu, hann blikkaði hana nefnilega þegar við skruppum til London þarna um árið og kíktum í heimsókn til hennar Elísubetar í Bökkinghamhöll. Svo er Spánarprins líka á lausu, hvernig læt ég fullt af prinsum á lausu, spennandi valkostur fyrir vandláta.

Nýjasta áhugamálið mitt þessa dagana er að taka eftir "furðulegum" nöfnum. Dæmi: Sveinungi, Kýrunnur, Vallaður, Rökkvi Hljómur, Hárlaugur o.s.frv. Ég held að Kýrunnarnafnið slái nú allt út sérstaklega þegar maður veit að hún er frá Kýrunnarstöðum. Ég er að hugsa um að skíra börnin mín Sprækur Lækur og Lækjardís.

Helga