<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 01, 2003
Jei!

Ég er að fara vestur eftir vinnu að ná í litlu yndin mín. Ragnhildur sagði mér í gær að hún hefði tekið að sér að sjá um leikskólann í sveitinni í einn dag (sem sagt í gær). Jökull (1/2 árs) skreið á eftir röndóttum körfubolta í klukkutíma án þess að gefa frá sér hljóð. Fyndið hvað allt er spennandi þegar maður var lítill. Ætli hann verði fyrir vonbrigðum þegar hann verður eldri og uppgötvar að þetta var bara körfubolti?
Hlédís kom til mín í gær og við horfðum á 70 mín. Þeir eru algjörir snillar! Gaman að því.
Góðar stundir
Matta