<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 01, 2003
jahérna, núna get ég bloggað á bókasafninu. Þetta blogg er með sjálfstæðann vilja sem er bara gott mál. Er svo gott sem ný vöknuð. Ferlegar þessar nætuvaktir að öllu leyti nema að þær borga vel. Ég fór út til að fara í göngutúr og endaði hér keyrandi. Grennist víst ekki með þessu áframhaldi og ég sem ætla að hitta sæta sólbrúna brettastráka frá Ástralíu í Asíuferðinni okkar Ásdísar. Kannski ég nái að láta einhverja snyrtidömu pranga inn á mig cellulitekremi... ahhhhh sniðug.

Var að tala við Álfheiði á msn-inu áðan. Ég held að ég sæki bara aftur um vinnu hérna næsta sumar. Þessi Landspítali borgar hjúkrunarfræðingum rassgat. Ef þið haldið að hjúkrunarfræðingar séu ríkir þá er það hinn mesti misskilningur. Díses, hvað var maður að hugsa að fara í hjúkrunarfræði? Já ég veit jarijarijari, það eru ekki bara launin sem skipta máli heldur líka þakklætið sem maður fær frá þeim sem eru veikir jarijarijari og skítköstin og stanslaus streita, ótti við að gera mistök, vera kærður og vaktavinna....... hljómar vel ekki satt? Æi þetta er fín vinna, ekki misskilja mig, skemmtileg, bíður upp á óteljandi möguleika og allt það en það er óþolandi að geta ekki fengið almennileg laun fyrir hana. Ég sá auglýst eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum til friðargæslu, hljómar spennandi. Svo vilja Bandarísk sjúkrahús fá okkur til starfa. Veit ekki hvort maður þori þangað, þeir eru nú svo ruglaðir kanarnir (margir hverjir, engar alhæfingar....... en ég meina þeir kusu Bush...) að maður gæti verið kærður fyrir kynferðislega áreitni fyrir að gefa stíl.
Jamm og jæja núna er það göngutúrinn
kv. Helga hjúkka