<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 07, 2003
Hvað varð um kommentakerfið okkar??! Fór það líka norður og niður...?
Vil byrja á því að segja að ég er orðin mjög mjög spennt fyrir landsleik og legg til að við horfum saman með bjór í hönd og málaðar í fánalitunum. Hver og ein ræður svo hversu hratt hún horfir ;)
Ég er búin að eignast nýjan gemsa, jei! Keypti mér líka nýtt símakort í gær og hlakkaði aldeilis til að verða símavædd aftur. En nei, ég er lúði. Þegar ég hringdi í þjónustuver Símans og vildi láta opna gamla númerið mitt þá kom stúlkan í símanum mér svona líka á óvart með því að biðja um leyninúmer. Haaa? Man ómögulega eftir að hafa gefið upp fjögurra stafa tölu þegar ég lét loka símanum. Giskaði samt á seinni hluta kennitölu minnar, er það ekki dæmigert fyrir svona leyninúmer? Neibb, ekki rétt. Úps, dálítið vandræðalegt. Giskaði aftur á líklegar tölur en nei ekki heldur rétt. Og þá hætti ég, ekki gat ég farið að halda línunni og giska á tölur allt kvöldið. Fjandans klípa. Og reglur eru reglur, númerið verður ekki opnað nema ég muni tölurnar. Gott að vita að Síminn er að standa sig í þessu öryggisdóti en uss. Lærdómur sem draga má af þessu: Betra er að vera ei í glasi þegar símanum er lokað. Nú eða bara ekki týna símanum ;)

Góðar stundir
Ásdís