<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 26, 2003
Hæ pæjur!!
Og takk fyrir síðast þið sem mættuð í myndverið að Reynhvammi. Haldiði að við verðum bara ekki frægar í ungverjalandi he. Fannst leiðinlegt að endast svona stutt en ég fór í annað 25 ára afmæli á föstudagskvöldið og entist til 2:30 sem þykir nokkuð gott. Bambi litli er ekki alveg til í að láta mömmu vera mikið á ,,útstáelsi" því ég var að drepast úr þreytu allan laugardaginn á bókhlöðunni. BS gengur en ég held ég sé að fara út í allt of stórt verkefni. Leiðbeinandi minn er líka svo smámunasamur að hann slær mér við, þá er nú mikið sagt. Ég er búin að liggja yfir umsókninni minni til vísindasiðanefndar tvær helgar svo sendi ég honum til yfirferðar og síðast þegar ég frétti þá var mikið sem þurfti að leiðrétta :o(. Well telja upp á tíu. Það var æði mæði í 20 vikna sónar. Litli veifaði til okkar opnaði munninn og stakk þumlinum upp í sig, algjör dúlla. Ég reyndi að senda ykkur myndir en þær eru svo plássfrekar (3 MB) að þær komast ekki á hotmailið. Helga ertu með einhvert póstfang á spítalanum eða eitthvað mig langar svo að þú sjáir bamba. Við kíktum ekki í pakkann......Heyrumst síðar við erum að klára að hanna klósettið í nýju íbúðinni.
Luv Hildur Kristín