<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 27, 2003
Ég verð greinilega ekki heimsfræg í Ungverjalandi þar sem ég mætti ekki í síðasta Reynihvammsteitið, ég læt bara uppgötva mig í staðinn á Húsavík.
Lífið gengur sinn vanagang. Ég les og les og les og sef og vinn og borða og þess á milli rembist ég við að fara í göngutúr og bera á mig krem. Ég er reyndar líka búin að kaupa mér skarttengi þannig að ég þarf ekki að stilla fjandans videoið og sjónvarpið til þess að horfa á eina ræmu eða svo (eins og Una myndi orða það). Tók í tilefni skarttengjakaupanna video fyrir okkur ömmu í gær. Myndin 'Pure' varð fyrir valinu, sé ekki eftir peningunum í þá mynd. Litli strákurinn er snilldarleikari.

Hver man ekki eftir hinni ömurlegu Special K auglýsingunni með konunni í gula kjólnum sem flassssssar gluggann á íbúðinni sinni með nettum danssporum þegar hún klæðir sig í hann (uppáhalds óþolandi auglýsingin okkar Ásdísar). Ég er búin að uppgötva aðra jafn óþolandi auglýsingu. SP fjármögnunarauglýsingin......"allir hafa sitt stolt jarijarijari" og vilja ekki láta sjá sig í eldri bílum en árgerð 2003. Ég tek þessari auglýsingu afar illa fyrir hönd Subaru station kaggans míns. Gamlir bílar eru góðir bílar!!!!!! Reyndar fara Dressman auglýsingarnar alveg hrikalega í taugarnar á mér líka, ég held að tónlistin í auglýsingunum geri það að verkum....... sorglegt að láta auglýsingar fara í taugarnar á sér.

Ég varð fyrir óvæntu brosi og augnatilliti í búðinni á laugardaginn. Ungur maður, bara nokkuð myndarlegur horfði og brosti mjög sætt til mín þegar ég var að raða í pokana. Svona bros og augnatilliti sem maður roðnar af og veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér yfir, ég brosti bara á móti. Daður er skemmtilegt.
Svo er árshátíð 8.nóvember á Raufarhöfn. Ég var eiginlega alveg staðráðin í því að fara ekki en núna er ég að hugsa um að skella mér. Góður matseðill og mjög skemmtileg Húsvísk hljómsveit að spila og bara ekkert svo dýrt. Maður verður nú að skandelasera svolítið áður en meður hættir....... þarf að láta mömmu senda mér nýju skóna sem ég keypti mér um daginn.

sælar að sinni
Helga