<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 21, 2003
Góð ráð fyrir komandi laugardagskvöld...

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði
manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"
Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið
um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um
leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá
(gala), og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með
að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til
viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa
snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur
næsta dag.

Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég
sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann
virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með
þetta" En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar
ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði
klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til
viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar
sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI..........

Heiða