<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 03, 2003
Ég er ekki frá því að það sé bara kominn vetur. Þegar ég vaknaði í morgun var bandvitlaust veður og snjór. Ég sem ætla að keyra suður á sumardekkjum eftir helgi. Þeir segja samt í spánni að það eigi að vera sumar á morgun og svo aftur vetur á mánudaginn. Geta þeir aldrei ákveðið sig.
Það er komin helgi. Sem þýðir að Idol er í kvöld og ég á frí á morgun. Hljómsveitin Buff er að koma til Húsavíkur og mun spila á Gamla Bauk. Ég efast um að ég fari þar sem allir sem ég þekki hér eru á leiðinni suður eða eiga barn og fá ekki pössun. Mikið langar mig samt til að fara. Ef einhvern langar til að skreppa til Húsavíkur er hann meira en velkomin.

Kv.Helga