<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 06, 2003
Að fara langleiðina...

Nú er enn ein helgin afstaðin. Ég fór í óvissuferð með vinnunni á föstudag. Við fórum í ratleik við Hafravatn (mitt lið vann) og svo í hraða og listsaumskeppni (mitt lið vann, enda textílkennari í mínu liði) og svo var kosinn sauður skólans (ég vann ekki...hjúkk) Svo héldum við með bjór í hönd og syngjandi rútu í Hvammsvík þar sem við snæddum, dönsuðum, kjöftuðum og fórum í enn fleiri leiki. Ég hefði gefið annan fótlegginn fyrir að sjá kennarana mína í þessum leikjum þegar ég var í grunnskóla. Við vorum jarmandi og hneggjandi til að finna okkar fjölskyldu og þeir sem voru síðastir voru svo alltaf úr þar til þrír voru eftir. Þetta var sprengfyndið og það má líklega segja að virðingin hafi þurft að lúta fyrir skemmtanagildið.
Þegar heim var komið tók ég leigubíl til heimkynna minna, ætlaði reyndar að hitta Unu í bænum en var orðin langþreytt eftir vikuna og freistaðist í rúmið (reyndar Una líka síðar um kvöldið, í annað rúm, á öðrum forsendum... ;) Á laugardeginum þurfti ég að komast í Grafarvog til að sækja bílinn minn. Vegna þess að hálf kennaralaunin fóru í leigubíl kvöldið áður, ákvað ég að taka strætó (sem ég hef ekki gert mjög lengi, eða síðan ég fór með Björk litlu frænku um Reykjavík til að hún fengi að prófa að vera í strætó og tók svo leigubíl til baka). Það er alveg merkilegt hvað mér tekst alltaf að fara langleiðina. Ég held að ég rati nú um Grafarvog eins og innfædd því ég fór í svo marga hringi. Gaman að því. Síðar um daginn fór ég í Hveró til þess að hitta fjölskyldu mína og slappa af. Ragnhildur systir var að fara á bekkjarmót og ég hafði það hlutverk að snyrta hana fyrir það. Við Ásdís fórum tvisvar í göngutúr um helgina og svo bauð hún mér í köku og að skoða myndir. Um nóttina sótti ég Ragnhildi og nokkra jafnaldra ;) og fór svo heim þar sem allt var löðrandi í ælu og grenji. Börnin hennar tvö voru með gubbuna og svo mamma og pabbi líka. Skemmtilegt nokk!
Þetta var sem sagt þægileg og frekar róleg helgi.
Matta