<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 18, 2003
Þá er víst kominn nýr dagur. Róleg næturvakt og bara klukkutími eftir. Er að komast niður á jörðina eftir miðakaupin til Bangkok. Það var bara gott að koma aftur til Húsavíkur. Ég er svo mikil landsbyggðarstelpa, ekkert stress, ekkert vesen og maður er ótrúlega fljótur að öllu. Get labbað allt og hitti alltaf e-ð fólk sem ég þekki í búðinni. Strákurinn á videoleigunni, sem vann á Shell,1 er öfga næs og er að hugsa um að gera góðan díl fyrir nætuvaktarstaffið á sjúkrahúsinu. Núna er líka alltaf e-ð um að vera á Húsavík. Hótelið er búið að taka yfir reksturinn á Gamla Bauk þannig að þar er alltaf opið til 3 um helgar og oft ágætis hljómsveitir. Svo er breiðbandið víst á Húsavík, bara í Reykjavík og á Húsavík er breiðband (segja Húsvíkingar).
Góða ferð Ásdís og góða skemmtun í Vík stelpur og til hamingju með afmælið á sunnudaginn Júlía (vildi að ég gæti komið í saumó til þín næst :( )
bæbæ
Helga