<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 02, 2003
Drama í morgunsárið

Þegar ég mætti í vinnuna í morgun tók Davíð á móti mér á harðahlaupum sjúgandi litla fingurinn í gríð og erg. Hann hafði óvart klippt framan af fingurgómnum á sér með skærum....ekki spyrja mig hvernig þetta vildi til. Skærin ganga nú undir nafninu skaðræðisskærin. Skil ekkert í þessu, þau hafa aldrei ráðist á mig en það er kannski ekki sama hver heldur á þeim ;) Alla vegana, Davíð rauk á heilsugæsluna, fékk ekki viðeigandi hjálp þar og kom því tilbaka klyfjaður sárabindum, plástrum og sótthreinsunarklútum. Ég var dygg hjálparmanneskja með sáravöndulinn en stóð mig ekkert sérstaklega vel af viðbrögðum sjúklingsins að dæma. Djö...vanþakklæti. En þetta hafðist fyrir rest. Hvar fingurgómsflyksan er niðurkominn er þó enn ráðgáta.

Bíb (bless í bili)
Ásdís