<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 24, 2003
Ahhh. Komin heim. Ferðin lukkaðist vel. Þetta var barasta ljómandi fínn hópur; hressir kennarar og enn hressari krakkar. Og ég bara farin að venjast því að vera kölluð Miss. Eða þá Ousti, en það var algengasta útgáfan af nafninu mínu. Dvöldum í Skálholti þar sem gott er að vera. Maturinn þar er mmmmm....gott fyrir bragðlaukana en kannski ekki eins gott fyrir línurnar...hmm.
Flökkuðum vítt og breitt um Suðurlandið, fórum m.a. í Þórsmörk í himnesku veðri og áttum frábæran dag þar. Ég drapst reyndar næstum því þegar við gengum upp á Valahnjúk, að fara fyrir hópi sem er svona hundrað sinnum sprækari en leiðsögumaðurinn er dálítið snúið. Fórum líka til Eyja og þar var mjög gaman; fengum leiðsögn heimamanns sem rúntaði með okkur út um allt og sprangaði fyrir okkur. Svo gengum við upp í Eldfell og þreifuðum á heitu hrauninu. Jafnast kannski ekki á við þjóðhátíð en ansi gott samt. Áttum líka fínan dag í dag, alltaf gott þegar maður er að ljúka ferð. Lögðumst í bleyti í Bláa lóninu áður en skutlast var út á flugvöllinn, það var ljúft. Guðni Bergsson var þar á skýlunni, verið að mynda hann í bak og fyrir af gæjum frá Sky Sport News....hvers vegna, hélt hann væri bara „frægur“ á Íslandi?!
Jæja, gott í bili. Nýr hópur á morgun og önnur vika í Skálholti framundan. Ekki alveg að nenna þessu en maður lætur sig hafa það. Í þetta skiptið verða engir strákar í hópnum og er það leitt af því að ég held að mér þyki blandaðir hópar skemmtilegri...
Góða skemmtun í afmæli annað kvöld dísirnar mínar og knúsaðu afmælisbarnið frá mér Heiða!!

fís