<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 30, 2003
Tilraun 2 með rassapot!

Það eru ekki allir jafn vandlátir á rassa og vinahjón okkar Ásdísar. Ég komst að því á frekar óþyrmilegan hátt í gær. Þannig var að við Hlédís fórum í ísbúð í gærkveldi, eftir að hafa heimsótt ömmu okkar og afa (afa á sjúkrahús, ömmu í kirkjugarðinn) og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar...langþráður ís. Hlédís var að segja mér frá einhverju vandræðalegu í Idol keppninni, þegar hún gerir skyndilega hlé á máli sínu til þess eins að bora upp í rassinn á Lárettu sem átti að vera að troða ís í andlitið á sér. Þegar hin meinta Láretta snéri sér við, kom í ljós að þetta var eins langt frá því að vera Láretta og Osama bin Laden. Hlédís er farin að tala um líf sitt fyrir og eftir rassapot.

Þetta var mun fyndnara í gær, en það er gott að deila

Matta