<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 19, 2003
Sumarbústaður

Í dag er föstudagur og það er vel.
Ég er orðin ansi spennt að liggja með góða bók í annarri og ís í hinni, með frændsystkini á öxlinni , spilandi Fimbulfamb þar sem ég fer að sjálfsögðu með sigur af hólmi (ef Þráinn er ekki með) og spjalla fram á rauða nótt. Það lítur út fyrir að við munum fylla bústaðinn af fólki og vel það því að öll stórfjölskyldan mun heiðra okkur með nærveru sinni.
Ég tók nú forskot á sæluna í afslöppun í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Lagði mig að vana, þó að ég væri ekkert þreytt en skellti mér svo í göngutúr. Þegar heim var komið stóð til að þrífa allt hátt og lágt en Bachelor og rauðvínsglas heillaði þó meira. Arndís kom til mín og við fussuðum saman yfir eymd þeirra makalausu ;) Það varð því lítið úr prófayfirferð en það verður að gerast í dag, ég ætla ekki að eiga það eftir um helgina.
Föst. kveðja
Matta