<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 12, 2003
Sælar elskurnar!

Mikið rosalega hafið þið verið duglegar á Blogginu, ekkert smá gaman ;o) Það hefur einmitt verið svo mikið að gera í vinnunni að ég hef ekkert komist í að kíkka á þetta og svo einmitt í dag er ég bara ein hér eftir og rólegt að gera þannig að mér leiðist ekki einu sinni því ég hef nóg að lesa. Við erum á fullu í íbúðarleit, búin að vera að skoða útum allt og sjá einmitt að við erum sko ekki manna verst í ruslinu í kringum okkur.... djö..drasl er í kringum sumt af þessu liði.. og að sýna íbúðina sína svona, gjöramlega að kafna í skít og dóti. Ég gat varla snúið mér við inní í einni íbúðinni sem var samt yfir 100 fermetrar (Matta útsýrir fermetrana) 'Eg á bara ekki til aukatekið orð yfir þessum ósköpum, ég held maður geti hætt að kvarta og sífellt afsaka sig yfir draslinu í íbúðinni þegar maður fær gesti, og hana nú. Það er svo skírn í Vík um helgina, litla snúllan hennar Höllu að fá nafn, verður eflaust skírð í höfðið á mér.... he,he,he. Hlakka mikið til að fara. Við ljóskurnar og Titti ætlum að bruna öll á laugardeginum og vera eina nótt hjá þessum elskum fyrir austan.
Hlakka mikið til að sjá ykkur næst, hvenær skyldi það vera???

Heyrumst eftir helgina, ég skal reyna að vera duglegri.
Kossar til Þórhildar út og ykkar allra.
Heiða