<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 10, 2003
Réttritun og málfræði
Ég hef aldrei verið sterk í málfræði okkar ágæta tungumáls. Ég var skömmuð í dag af meðleigjanda mínum fyrir að hafa fallbeygt nafnið hennar vitlaust í blogginu í nótt (úuuppppppsssss), hún fyrirgaf mér þar sem klukkan var 4 um nótt og ekki hægt að ætlast til þess að maður skrifa allt rétt. Ég reyni að vanda mig hér eftir.
Matta ætti að gerast rithöfundur. Dagbók Mattheu kennara yrði án efa metsölubók. Guð hvað mér finnst þessir krakkar fyndnir hahaha. Það er greinilega miklu auðveldara að vera 11 ára og vera skotin í einhverjum en að vera 25-26 ára og skotin. Maður sendir bara miða og spyr: "viltu byrja með mér". Fáranlegur þessi deitleikur, ætli hann hringi, á ég að hringja, er of snemmt að hringja o.s.frv. Hér eftir sendir maður bara sms skilaboð og spyr hvort einhver vilji byrja með manni og fær já, nei eða kannski til baka. Er komin á þriðju og jafnframt síðustu næturvaktina, vona að þetta verði róleg nótt.
Læt þetta duga í bili
Helga hjúkka