<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 24, 2003
Nokkrir menn voru saman komnir til að spila póker. Meðal þeirra var maður að nafni Guðmundur. Þegar líða tekur á kvöldið fara þeir að tala um syni sína og eru flestir þeirra afar stoltir af sonum sínum.
Þegar Guðmundur þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að
pískra: Aumingja Guðmundur, segir Halli. Sonur hans er hárgreiðslumaður og hommi. Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW.
Þá segir Siggi: Það er nú ekkert, sonur minn er orðinn mjög viðamikill á fasteignamarkaðnum, aðeins 27 ára, og þegar
hann fór í afmæli hjá félaga sínum um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum.
Í þessu kemur Guðmundur af klósettinu: missti ég af einhverju ? Nei, segja pókerfélagarnir. Við héldum áfram að tala um strákana okkar. Já, segir Guðmundur. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar strákurinn minn kom út úr skápnum, en hann plumar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMV og hinn gaf honum íbúð í Skerjafirðinum.. ....


kossar Heiða.

Ps ég verð líklega að endurrita það sem ég skrifaði...