<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 05, 2003
Neiiii

Það fór eins og ég átti von á. Ég fékk loksins svar frá Jan, yfirmanneskju minni sem er búin að vera að leysa mig af. Hún hélt að ég yrði komin til vinnu á laugardaginn og ætlaði að vera þá í fríi í fyrsta sinn í svona tvær og hálfa viku. Svo hræddi hún mig með því að það er búið að ganga mjög erfiðlega að ráða fólk, allir farnir aftur í college og í gær voru þrír veikir. Þarf ég að fara aftur í vinnuna? Verður maður, er það partur af programmet? ÉG er ekki að nenna þessu. Núna tekur sem sagt við vinna án frídaga. Gott að ég er búin að safna forða til að missa af lærum, rassi og maga. TAkk Hildur fyrir kræsingarnar í gær, þær verða víst að halda í mér lífinu í nokkrar vikur. Ætli það sé of seint að sækja um skóla? Hjúkrunarfræðingar eru velkomnir til Warrington ef þeir missa vinnuna.
Þórhildur sem vill bara vera í fríi