<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 10, 2003
Krakkar eru hörkutól. Og stundum er kannski betra en nei. Kannski. Man þó ekki eftir svona miðum úr minni bernsku en það er nú líklega ekki mikið að marka. Langar að koma með eina aaaathugasemd í sambandi við ábendingu Tullu um kyn flugunnar og þá kyn dýra almennt: kyn og tegund, kyn og tegund....tvennt ólíkt í hugum sumra!!!!!!!!
Eyddi annars í gær öllu síðdeginu og kvöldinu í félagsskap vinnufélaga. Vorum með samráðsfund upplýsingamiðstöðvanna á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð eða "Brókinni" eins og heimamenn nefna það. Ágætis kvöld alveg hreint. Ég veit að margir málsnillingar og íslenskuséní leynast í ömmufélaginu og þess vegna langar mig til að kynna fyrir ykkur slagorðasamkeppni Rangárþings:
Rangárþing efnir til samkeppni um slagorð eða setningu sem getur orðið samnefnari þess er svæðið stendur fyrir. Fallega náttúru, mannlíf, söfn, áhugaverða staði og menningu. Slagorðið eða setningin þarf á snaggaralegan hátt að geta leitt saman ofantalin hugtök og tengst Rangárþingi. Glæsileg verðlaun í boði. Skora sérstaklega á Rangæinginn í hópnum sem enn hefur ekki bloggað!!!

Sælar að sinni
fís