<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 10, 2003
Jæja, er ekki kominn tími til að þið farið að blogga í stað þess að vinna heiðarlega vinnu.
Það mætti halda að þið hefðuð eitthvað að gera!!!

10 ástæður

til að vantreysta iðnaðarmönnum

1. Þegar pípulagningamaðurinn hefur ekki með sér nein verkfæri og hrópar forviða þegar þú opnar fyrir honum: “Þú varst svo mjóróma í símanum að ég hélt að þú værir kona!”
2. Þegar veggfóðrarinn fullvissar þig um að hann hafi bæði full atvinnuréttindi og meira að segja meistarabréf í greininni um leið og hann festir veggfóðrið á vegginn með heftibyssu.
3. Þegar þú sérð að verðmiðinn er ennþá á ÖLLUM verkfærunum.
4. Þegar veggfóðrarinn límir veggfóðurslengjurnar þversum á vegginn og fullyrðir að svona hafi þetta alltaf verið gert.
5. Þegar rafvirkinn tengir eldavélina í framlengingarsnúru sem liggur laus þvert yfir eldhúsgólfið.
6. Þegar þú sér að handbókin sem iðnaðarmaðurinn hefur með sér heitir “Gerðu það sjálfur.”
7. Þegar trésmiðurinn hittir naglann að meðaltali í annað hvert skipti.
8. Þegar málarinn birtist í skínandi hreinum samfestingi og bara með einn pensil meðferðis.
9. Þegar maðurinn sem þú réðir símleiðis til að gera við þakið, mætir á staðinn í hjólastól.
10. Þegar húsasmiðurinn sem þú samdir við um að byggja nýja einbýlishúsið, biður um helminginn fyrirfram og segir þér að leggja peningana inn á bankareikning í Sviss.