<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 15, 2003
Þið öll!

Ég keyrði að austan í morgun, í þessu frábæra veðri og óskaði þess að ég væri ennþá í skóla. Þá hefði ég (eftir að hafa sofið aðeins lengur...ok, mikið lengur) skrópað í skólanum og farið inn í dal eða upp í Heiðmörk. Ég hefði skilið vasadiskóið eftir heima og setið á steini í klukkutíma og spáð í það hvar ég vil vera eftir 5 ár. Svo hefði ég tekið poka minn og gengið aftur heim, náð í bílinn og keypt mér ís með súkkulaðisósu.
Matta