<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 22, 2003
Helgarrapportið
Sælar stúlkur, hefst þá rappið....
Fimmtudagurinn 18.september: Vorum allar á morgunvakt og áttum allar þriggja daga helgarfrí í vændum með tilheyrandi partýum og látum. Við buðum Önnu lækni í mat og svo drifum við okkur á KK og Magnús Eiríksson. Hlökkuðum voðalega til, ætluðum svo sannarlega að sýna Húsvíkingum að við værum engir félagsskítar. Well, það mættu 26 fyrir utan okkur fjórar á þessa tónleika, spurning um hverjir séu félagsskítar við eða Húsvíkingarnir????? En það var mjög gaman og við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir að þurfa að sitja í úlpu með vetlinga og húfu inni í tónleikasalnum.

Föstudagur 19.september: Partýdagurinn runninn upp. Farið í ríkið og í vinnunna til að peppa fólkið upp í party aldarinnar. Þetta var mjög skemmtilegt party, mættu nokkuð margir og sátum við á tjattinu langt fram á nótt en síðustu gestirnir fóru heim klukkan fimm. Við vorum að sjálfsögðu með þema sem var Roxanne en við áttum ekki Roxanne lagið og breyttum því þá bara þemanu í mikla drykkju og það gekk eftir. Við Ólína enduðum kvöldið með því að syngja "sofðu unga ástin mín" (raddað) fyrir hana Álfheiði og reyndum svo að þræta fyrir það að við hefðum verið fullar.

Laugardagurinn 20.september: Ef við héldum virkilega að við gætum haldið upp á party aldarinnar þá var það hinn mesti miskilningur því okkur var boðið í stærsta og flottasta partýið sem ég hef nokkurntímann farið í á laugardagskvöldinu!!!!! Eftir tónleikana með KK á fimmtudeginum héldum við að Húsvíkingar væru gjörsamlega glataðir djammarar. Stelpurnar sem mættu í partýið á föstudagskvöldinu bættu þó ímyndina og við komumst að því að inn á milli leynast miklir djammhundar. Málið er bara að þekkja rétta fólkið á Húsavík. Með okkur vinna þrjár undar snótir þær: Ágústa, Edda og Ingibjörg. Þær eru hjúkrunarfræðingar eins og við og miklir stuðboltar og þær komu okkur í flottasta party sem um getur!!!!! Vinur þeirra Eddu og Ingibjargar sem er kokkur út á Bahama eyjum (í karabískahafinu, algjör draumur) ákvað að skella sér til landsins og halda upp á þrítugsafmælið sitt heima hjá foreldrum sínum á sveitabæ í Aðaldal. Við vorum búnar að frétta að allt sem hann gerir, gerir hann MJÖG GRAND og var þetta party engin undantekning frá reglunni. Honum þótti ekkert sjálfsagðara en að við myndum líka mæta þó svo að við kunnum engin deili á manninum.........
Það er mjög erfitt að gera langa sögu stutta en ég reyni. Partýið byrjaði upp í Laxárvirkjun með skoðunarferð um virkjunina og dekkjaleik. Svo var haldið heim til afmælisbarnsins og þar var búið að reisa heljarinnar tjald með hljómsveitargræjum. Svo var það maturinn namminamminamminamm. Fyrst var boðið upp á sítrónu e-ð (bara sorry kann ekki deili á þessum lystauka en hann var mjög góður). Svo var borið fram fullt af brauði og því fylgdi olívu"pestó", saltfiskur í eitthverju kryddi og einnig rækjur í álíka góðu kryddi. Svo var ætiþislamauk og pestó úr sólþurrkuðum tómötum. Held að ég sé ekki að gleyma neinu en þetta var syndsamlega gott eins og Matdísin myndi orða það. Svo í aðalrétt voru lambalundir sem bráðnuðu upp í manni, ég er bara orðin sammála honum föður mínum að lambakjöt sé besta kjöt sem hægt er að fá og meðlætið var algjört æði........
Sorry stúlkur ég verð víst að halda áfram á morgun, en áður en ég lík þessu vil ég þakka afmælisbarninu kærlega fyrir að bjóða okkur þremenningunum...... to be continued
kv. Helga