<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 10, 2003
Handboltarassar og pissulykt

Er á næturvakt, önnur næturvaktin af þremur. Rólegra í nótt en í fyrrinótt. Hélt reyndar að það yrði alveg brjálað að gera þar sem það virðist vera fullt tungl, nóttin er víst ekki búin þannig að það getur víst allt gerst ennþá. Það voru alveg geðveik norðurljós og stjörnbjart þegar ég var að labba í vinnuna, langt síðan ég hef séð svona mikil norðurljós.
Já ég lofaði ykkur sögu af handboltarössum :) (verð að æfa mig í að gera kall með spékoppa, mjög sætur Eva). Við Húsavíkurmeyjar gátum að sjálfsögðu ekki haldið okkur á Húsavík þessa fríhelgi frekar en aðra og ákváðum að skella okkur í menninguna á Akureyri. Í leiðinni skelltum við okkur á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Hofsós okkur finnst nefnilega svo rosalega gaman að rúnta um Norðurlandið. Hef svosem ekki mikið um þessa staði að segja nema að þeir voru mjög sætir og við fórum í kaffi til frænku Ólínar á Ólafsfirði, mjög nice. Jæja, áður en við brunuðum þennan hring náðum við í lykil af herberginu okkar á ákveðnu gistiheimili í heimabæ kóks í gleri (bara svo þið vitið það þá er kók í gleri á Íslandi bara framleitt á Akureyri). Ég tók það verki að mér að stökkva inn á þetta ágæta gistiheimili sem er rekið af konu um sextugt og sækja lyklana. GUÐ MINN GÓÐUR, ég hef aldrei á ævinni fundið svona mikla hlandlykt af nokkurri manneskju og ég sem vinn á spítala!!!!!! Aumingjast konan er greinilega með þvakleka dauðans að það var bara ekki hægt að vera nálægt henni, en við létum okkur nú samt hafa það að gista þarna um nóttina vegna þess að öll önnur gistiheimili voru full vegna þess að Landsbankinn var með árshátið á Akureyri.
Þegar við komum til baka af rúntinum fengum við okkur að borða á Greifanum, drifum okkur á gistiheimilið með hlandlyktinni, klæddum okkur, skelltum í okkur nokkrum bjórum (hefðum þurft Roxanne drykkjuleikinn) og tókum leigubíl niður í bæ (inn í bæ, suður í bæ, norður í bæ.....what ever veit ekki hvað Akureyringar kalla það að fara í bæinn). Byrjuðum á Kaffi Amor þar sem Ólína varð vitni af eiturlyfjaviðskiptum og við fengum okkur bjór og skot og sáum alla handboltarassana. Komst að því eftir að hafa sent henni Mattheu kennara sms að þetta var úrvalslið Vals í handbolta (ekki slæmt) og örugglega e-ð annað lið því þeir voru svo margir. Ykkur að segja þá eru handboltastrákar (með undantekningum að sjálfsögðu) miklu sætari en fótboltastrákar.......geisp, greinilega á næturvakt. Jæja, við nenntum náttúrulega ekki bara að hanga á Kaffi amor og skelltum okkur því yfir á Kaffi Akureyri (sem er mun betri skemmtistaður en Kaffi Reykjavík) og dönsuðum þar eins og óðar við Skúter, Kiss og aðra snillinga ;) og að sjálfsögðu mættu handboltarassarnir þangað og dilluðu sér í takt við tónlistina eins og við. Gerðist svo sem ekkert merkilegt en það er alltaf gaman að vera innan um fullt af sætum strákum. Við drifum okkur svo bara heim í hlandlyktargistiheimilið klukkan fjögur eftir að Ólína hringdi í leigubíl og stóð fyrir utana leigubílastöðina og ég keypti mér dýrustu franskar sem um getur. Við sváfum allar ágætlega um nóttina en vorum ósköp fegnar að komast heim í Höfðabrekkuna og þvo af okkur pissulyktina.
Jæja verð að vinna
Helga næturvaktarhjúkka