<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 18, 2003
Halló skralló!
Í gær fórum við Una á The Italian Job og kom sú ágæta mynd okkur þægilega á óvart. Ég velti því reyndar lengi fyrir mér hvað Ásdís sér við Edward Norton en fólk hefur misjafnar skoðanir (við Ásdís mjög misjafnar!)
Eftir það fór ég á Vegamót til að hitta Ásdísi og Dóru en stoppaði bara stutt því ég ætlaði að fara yfir próf. Kvöldið endaði samt með því að ég hékk í símanum vel fram á þennan dag, áður en ég drattaðist í háttinn. Lítið fór því fyrir prófayfirferð en mitt mottó hefur löngum verið að fresta því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur!
Allt útlit er fyrir fjölmenni í fjölskyldubústaðarferðinni í Borgðarfirðinum um helgina og ekki er laust við að ég sé farin að hlakka til. Ég ætla að taka partýspilið með mér og leggja fjölskylduna að velli (án svindls að sjálfsögðu Þórir!).
Gaman að heyra að það sé farið að snjóa á landinu. Ég geri ráð fyrir að hjúkkan og suðvestanáttarsérfræðingurinn í hópnum hún Helga hafi fært okkur þær fréttir þó að hún hafi gleymt að skrifa undir. Jæja, nú ætla ég að fá mér e-h að borða því betra er að hlaupa í spik en kekki.
Matta