<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 12, 2003
Hæ. Una takk fyrir að koma á kommentakerfi og tenglum. Þú ert tölvuskutla ;)
Notaði orðið þjáll stigbreytt áðan. Það hljómaði hálfundarlega. Annars ætti ég ekki að tala um orð, stigbreytt eða ekki, ég er sú sem er undarleg þessa dagana. Trompaðist pínu í gærkvöldi þegar ég komst að því að mamma hafði óvart hent parmigan ostbitanum mínum í ísskápstiltekt. Hann var sko það eina sem ég átti eftir að bæta út í kryddlög til að fullkomna pastaréttinn sem ég ætlaði að borða í gær. Vonbrigði kvöldsins voru því gríðarleg. Held það sé orðið tímabært að ég flytji að heiman.

epldís